Um Okkur
Upphaf Drynju má rekja til áhuga feðginanna Lárusar Arnar og Jónínu á handverki, skartgripum og viðskiptum.
Jónína var svo heppin að fæðast inn í fjölskyldu þar sem margir hafa gaman að sköpun. Mikið var um prjóna- og saumaskap og smíðar. Hún fann sína hillu á unglingsárum þegar hún hóf að skapa sitt eigið skart. Allt fram til þessa dags hefur þetta áhugamál veitt henni mikla ánægju – hún hefur getað gleymt sér við sköpun eftir erilsaman dag, lært á steina og málma, getað gefið fólki skart eftir hana sjálfa og svo framvegis.
Á árinu 2023 tók áhugamálið á sig breytta og enn skemmtilegri mynd þegar þau mæðginin Jónína og Lárus Örnfóru að skoða að gefa fólki kost á að kaupa hönnunina. Þau vinna vel saman og bæta hvort annað upp.